Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2020 13:53 Heiða, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mikla eflingu í vændum hjá Barnahúsi. Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“ Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira