Rekinn eftir að hann kýldi mann ítrekað við handtöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 08:16 Skjáskot úr myndbandi af handtökunni. Skjáskot Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00