Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2020 22:35 Svæðin norðan Íslands sem Grænlendingar bjóða út til olíuleitar. Rauða svæðið er á landi við Scoresby-sund en græna svæðið á hafsbotni undan Norðaustur-Grænlandi. Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt: Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun ársins sem Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti nýrri áætlun um olíuleit við Grænland af stokkunum en hann fór þá til Texas og hélt sérstaka kynningu fyrir bandaríska olíuforstjóra. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas í byrjun árs að kynna olíuleitina.Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld byrjuðu á þessu ári á því að bjóða út svæði við vesturströnd Grænlands og á næsta ári er áformað að bjóða út tvö svæði við Austur-Grænland, í hánorður af Íslandi, bæði norðan heimskautsbaugs. Annað þeirra er á landi, við Scoresby-sund, en hitt er mun norðar á hafsvæði suðvestur af Svalbarða Í tengslum við útboðið hafa Grænlendingar núna kynnt viðamikla 383 blaðsíðna umhverfismatsskýrslu þar sem fjallað er um lífríki svæðanna en þar er meðal annars að finna sjávarspendýr eins og hvítabirni, rostunga, seli og hvali en einnig fugla- og fiskistofna. Þá er fjallað um mismunandi dreifingu hafíss á svæðunum eftir árstíðum og áhrif olíumengunar og olíubruna við slíkar aðstæður. Umhverfisflokkar í Danmörku og Greenpeace á Norðurlöndunum eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa olíuleitina en Kielsen hefur réttlætt hana með því að hún sé mikilvæg fyrir efnahag landsins og að Grænlendingar hafi sama rétt og aðrar þjóðir til að vinna olíu og gas. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. desember næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænlenska landstjórnin kynnti í fyrra fimm ára áætlun um olíuleit sem sagt var frá í þessari frétt:
Grænland Norðurslóðir Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Danmörk Tengdar fréttir Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15