Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 19:30 Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. Þingmaður Samfylkingarinnar vonar að ráðherra hlusti á vilja almennings og bregðist við. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sumarið 2018. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastafi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Útlendingastofnun synjaði umsókninni ári síðar þar sem þau voru ekki talin vera i hættu í heimalandinu. Sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála um fjórum mánuðum síðar. Nú eru liðnir rúmlega 25 mánuðir og fjölskyldan er enn hér á landi. Til stendur að vísa þeim úr landi næsta miðvikudag. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. „Þetta er auðvitað óásættanlegur tími og það þarf að breyta lögum og tryggja fólki sem hefur dvalið á landinu svona lengi einhver réttindi til að dvelja hér löglega,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn hafi ítrekað bent á að eðlilegast sé að líta til heildardvalartíma þegar tímafrestir málsmeðferðar eru skoðaðir en ekki á þann tíma sem mál er til meðferðar hjá stofnunum líkt og gert er í dag. „Miklu frekar heldur en tímann frá því lögð er fram umsókn og þangað til kemur niðurstaða á blaði því sérstaklega fyrir börn hefur það ekki mikla þýðingu heldur skiptir máli hversu lengi þú ert hér raunverulega og byggir upp þitt líf hér,“ segir Guðríður. „Þetta samræmist ekki Barnasáttmála Sameiðuþjóðanna að það sé farið svona með börn að þau séu rifin upp eftir að hafa komist í skjól og verið í tvö ár“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Í tilkynningu frá Útlendingastofnun segir að fólki standi til boða að ferðast aftur til heimalands sér að kostnaðarlausu. Sé þeirri aðstoð hafnað sé málinu vísað til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Undirbúningur fylgdarinnar til Egyptalands hafi tekið langan tíma, og við slíkan undirbuning geti samstarfsvilji og sá tími sem það tekur að afla ferðaskilríkja frá stjórnvöldum í heimaríki haft mikil áhrif. „Það er auðvitað verið að framkvæma brottvísanir mjög reglulega þar sem fólk vill ekki fara. Þannig það er nú auðvitað þegar gert að fólk sé flutt nauðugt úr landi,“ segir Guðríður. Guðmundur hefur óskað eftir fundi í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins og er sá fundur á þriðjudag. Þá vonast hann til að ráðherra hlusti á vilja almennings. „Ég held að við þurfum ekkert að fara í grafgötur um það hvert almenningsálit er í þessum málum,“ segir Guðmundur. Segist ekki mega stíga inn í einstök mál Í yfirlýsingu frá Áslaugur Örnu til fréttastofu segir að ráðherra hafi ekki heimild til að stíga inn í einstök mál. Til að koma í veg fyrir að slíkar ákvarðanir væru hjá ráðherra hafi kærunefnd útlendingamála, sem er sjálfstæður úrskurðaraðili, verðið sett á laggirnar. Ráðherra hafi breytt reglum áður Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir bagalegt að ráðherra ætli að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti. Hún fari fyrir málaflokknum og orðið ráðherra komi 105 sinnum fyrir í lögum um útlendinga. „Ráðherra getur breytt reglugerðum og það á auðvitað við um hana og það gerði hún sjálf fyrr á þessu ári. Hún breytti reglugerð 540 2017, með tilliti til málsmeðferðartíma. Það getur hún gert aftur,“ segir Magnús. Hann segir það ekki eingöngu snúa að þessu máli heldur öðrum sambærilegum málum svo gætt sé að jafnræðisreglu. Hún gildi um alla í sambærilegri stöðu. „Þetta getur hún og það er enginn sem stöðvar hana, nema hún sjálf.“ 6.500 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist er að fjölskyldunni verði ekki vikið úr landi. Magnús sagði það hafa mikil áhrif. Það hafi sýnt sig að þar sem almenningur komi fram og mótmæli einhverju sem hann vill ekki sjá. „Hinn venjulegi Íslendingur, meirihluti Íslendinga, vill ekki sjá þessum börnum brottvísað með þeim hætti sem gert er, þegar þau hafa hér aðlagast. Það hefur riðið baggamuninn í mörgum málum af þessu tagi á síðustu árum.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. 8. september 2020 12:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. Þingmaður Samfylkingarinnar vonar að ráðherra hlusti á vilja almennings og bregðist við. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi sumarið 2018. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastafi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Útlendingastofnun synjaði umsókninni ári síðar þar sem þau voru ekki talin vera i hættu í heimalandinu. Sú ákvörðun var staðfest af kærunefnd útlendingamála um fjórum mánuðum síðar. Nú eru liðnir rúmlega 25 mánuðir og fjölskyldan er enn hér á landi. Til stendur að vísa þeim úr landi næsta miðvikudag. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. „Þetta er auðvitað óásættanlegur tími og það þarf að breyta lögum og tryggja fólki sem hefur dvalið á landinu svona lengi einhver réttindi til að dvelja hér löglega,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn hafi ítrekað bent á að eðlilegast sé að líta til heildardvalartíma þegar tímafrestir málsmeðferðar eru skoðaðir en ekki á þann tíma sem mál er til meðferðar hjá stofnunum líkt og gert er í dag. „Miklu frekar heldur en tímann frá því lögð er fram umsókn og þangað til kemur niðurstaða á blaði því sérstaklega fyrir börn hefur það ekki mikla þýðingu heldur skiptir máli hversu lengi þú ert hér raunverulega og byggir upp þitt líf hér,“ segir Guðríður. „Þetta samræmist ekki Barnasáttmála Sameiðuþjóðanna að það sé farið svona með börn að þau séu rifin upp eftir að hafa komist í skjól og verið í tvö ár“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Í tilkynningu frá Útlendingastofnun segir að fólki standi til boða að ferðast aftur til heimalands sér að kostnaðarlausu. Sé þeirri aðstoð hafnað sé málinu vísað til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Undirbúningur fylgdarinnar til Egyptalands hafi tekið langan tíma, og við slíkan undirbuning geti samstarfsvilji og sá tími sem það tekur að afla ferðaskilríkja frá stjórnvöldum í heimaríki haft mikil áhrif. „Það er auðvitað verið að framkvæma brottvísanir mjög reglulega þar sem fólk vill ekki fara. Þannig það er nú auðvitað þegar gert að fólk sé flutt nauðugt úr landi,“ segir Guðríður. Guðmundur hefur óskað eftir fundi í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins og er sá fundur á þriðjudag. Þá vonast hann til að ráðherra hlusti á vilja almennings. „Ég held að við þurfum ekkert að fara í grafgötur um það hvert almenningsálit er í þessum málum,“ segir Guðmundur. Segist ekki mega stíga inn í einstök mál Í yfirlýsingu frá Áslaugur Örnu til fréttastofu segir að ráðherra hafi ekki heimild til að stíga inn í einstök mál. Til að koma í veg fyrir að slíkar ákvarðanir væru hjá ráðherra hafi kærunefnd útlendingamála, sem er sjálfstæður úrskurðaraðili, verðið sett á laggirnar. Ráðherra hafi breytt reglum áður Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir bagalegt að ráðherra ætli að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti. Hún fari fyrir málaflokknum og orðið ráðherra komi 105 sinnum fyrir í lögum um útlendinga. „Ráðherra getur breytt reglugerðum og það á auðvitað við um hana og það gerði hún sjálf fyrr á þessu ári. Hún breytti reglugerð 540 2017, með tilliti til málsmeðferðartíma. Það getur hún gert aftur,“ segir Magnús. Hann segir það ekki eingöngu snúa að þessu máli heldur öðrum sambærilegum málum svo gætt sé að jafnræðisreglu. Hún gildi um alla í sambærilegri stöðu. „Þetta getur hún og það er enginn sem stöðvar hana, nema hún sjálf.“ 6.500 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist er að fjölskyldunni verði ekki vikið úr landi. Magnús sagði það hafa mikil áhrif. Það hafi sýnt sig að þar sem almenningur komi fram og mótmæli einhverju sem hann vill ekki sjá. „Hinn venjulegi Íslendingur, meirihluti Íslendinga, vill ekki sjá þessum börnum brottvísað með þeim hætti sem gert er, þegar þau hafa hér aðlagast. Það hefur riðið baggamuninn í mörgum málum af þessu tagi á síðustu árum.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. 8. september 2020 12:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. 8. september 2020 12:37
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent