„Held alltaf í vonina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 10:30 Alexandra Eir hefur náð góðum tökum á golfinu með því að nota aðeins vinstri höndina. Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“ Ísland í dag Golf Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“
Ísland í dag Golf Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira