Freyr í viðtali fyrir leik: „Spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra bestu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:31 Freyr Alexandersson og Erik Hamrén stýra íslenska liðinu gegn Belgíu í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það eru margar breytingar á liðinu og mörg tækifæri sem leikmenn fá í dag. Við horfðum á þetta þannig að við vildum hafa eins hátt orkustig og kostur væri á,“ segir Freyr en þeir Andri Fannar Baldursson, 18 ára, og Hólmbert Aron Friðjónsson fá til að mynda tækifæri í byrjunarliði Íslands. „Við sjáum þetta líka sem kjörið tækifæri til að skoða fleiri leikmenn. Við erum á þannig stað með liðið að það er fínt að skoða leikmenn í djúpu lauginni. Þetta er svo sannarlega djúpa laugin. Við teljum að Andri Fannar sé tilbúinn í þetta verkefni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel á æfingum og það verður spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra, allra bestu í heiminum,“ segir Freyr. Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu!Our starting lineup against Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/FE19ZvEuR4— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2020 „Við erum mjög spenntir að sjá Hólmbert. Hann er fullur sjálfstrausts, strákurinn. Kemur inn á æfingar með mikil gæði og er ótrúlega öflugur í að klára færin sín. Hann er auðvitað hraustur og með góðan skrokk. Jón Daði, sem er hin hreinræktaða nían okkar, eyddi mikilli orku í Englandsleikinn og af hverju ekki að gefa Hólmberti sénsinn, fullum af orku? Sjá hvað hann færir liðinu hér í kvöld,“ segir Freyr. Kjörið tækifæri til að sjá Ögmund spreyta sig Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í marki Íslands, en Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Gunnarsson verða á bekknum. Hannes Þór Halldórsson fór ekki með til Belgíu. „Ögmundur hefur ekki enn fengið tækifæri til að byrja undir stjórn Erik Hamrén og var að koma af mjög sterku tímabili með sínu félagsliði. Hann er reyndar búinn að skipta um lið og kominn í stórlið [Olympiacos] núna. Frammistaða hans síðasta vetur var til fyrirmyndar og þetta er kjörið tækifæri til að sjá hann spreyta sig. Þetta hefur í raun lítið með Rúnar Alex að gera. Við höfum gefið honum tækifæri og hann hefur nýtt þau vel, en það var kominn tími til að Ögmundur fengi sénsinn,“ segir Freyr. Ísland mun leika með fjögurra manna varnarlínu eins og oftast áður, en kom til greina að spila með þrjá miðverði og nota vængbakverði? „Það kom til greina og við skoðuðum það. Við gerðum það hér síðast og það gekk í rauninni mjög vel. En við ákváðum að fara þessa leið, með þessa blöndu. Reyna að loka þessum vösum sem þeir leita í með sína hágæðaleikmenn, en um leið langaði okkur að sjá aðra leikmenn sem eru ekki beint hæfir til að spila vængbakvarðastöðurnar. Við komumst því að þessari niðurstöðu á endanum og teljum að þetta leikkerfi geti hentað vel í þeirri baráttu sem framundan er í kvöld.“ Klippa: Freyr Alexanders í viðtali frá Belgíu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. 8. september 2020 18:11 Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
„Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það eru margar breytingar á liðinu og mörg tækifæri sem leikmenn fá í dag. Við horfðum á þetta þannig að við vildum hafa eins hátt orkustig og kostur væri á,“ segir Freyr en þeir Andri Fannar Baldursson, 18 ára, og Hólmbert Aron Friðjónsson fá til að mynda tækifæri í byrjunarliði Íslands. „Við sjáum þetta líka sem kjörið tækifæri til að skoða fleiri leikmenn. Við erum á þannig stað með liðið að það er fínt að skoða leikmenn í djúpu lauginni. Þetta er svo sannarlega djúpa laugin. Við teljum að Andri Fannar sé tilbúinn í þetta verkefni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel á æfingum og það verður spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra, allra bestu í heiminum,“ segir Freyr. Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu!Our starting lineup against Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/FE19ZvEuR4— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2020 „Við erum mjög spenntir að sjá Hólmbert. Hann er fullur sjálfstrausts, strákurinn. Kemur inn á æfingar með mikil gæði og er ótrúlega öflugur í að klára færin sín. Hann er auðvitað hraustur og með góðan skrokk. Jón Daði, sem er hin hreinræktaða nían okkar, eyddi mikilli orku í Englandsleikinn og af hverju ekki að gefa Hólmberti sénsinn, fullum af orku? Sjá hvað hann færir liðinu hér í kvöld,“ segir Freyr. Kjörið tækifæri til að sjá Ögmund spreyta sig Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í marki Íslands, en Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Gunnarsson verða á bekknum. Hannes Þór Halldórsson fór ekki með til Belgíu. „Ögmundur hefur ekki enn fengið tækifæri til að byrja undir stjórn Erik Hamrén og var að koma af mjög sterku tímabili með sínu félagsliði. Hann er reyndar búinn að skipta um lið og kominn í stórlið [Olympiacos] núna. Frammistaða hans síðasta vetur var til fyrirmyndar og þetta er kjörið tækifæri til að sjá hann spreyta sig. Þetta hefur í raun lítið með Rúnar Alex að gera. Við höfum gefið honum tækifæri og hann hefur nýtt þau vel, en það var kominn tími til að Ögmundur fengi sénsinn,“ segir Freyr. Ísland mun leika með fjögurra manna varnarlínu eins og oftast áður, en kom til greina að spila með þrjá miðverði og nota vængbakverði? „Það kom til greina og við skoðuðum það. Við gerðum það hér síðast og það gekk í rauninni mjög vel. En við ákváðum að fara þessa leið, með þessa blöndu. Reyna að loka þessum vösum sem þeir leita í með sína hágæðaleikmenn, en um leið langaði okkur að sjá aðra leikmenn sem eru ekki beint hæfir til að spila vængbakvarðastöðurnar. Við komumst því að þessari niðurstöðu á endanum og teljum að þetta leikkerfi geti hentað vel í þeirri baráttu sem framundan er í kvöld.“ Klippa: Freyr Alexanders í viðtali frá Belgíu
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. 8. september 2020 18:11 Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. 8. september 2020 18:11
Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00
Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19