Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 16:00 Belgar fagna öðru marka sinna á móti Dönum á laugardaginn. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00. Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00.
Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira