Brutu ekki jafnréttislög með því að neita karlmanni um brasilískt vax Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:45 Brasilíska vaxið var aðeins í boði fyrir konur. Vísir/getty Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira