„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 21:16 Ari Freyr Skúlason í viðtali í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00