Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 10:47 Ein af verslununum sem umræðir. Mynd/LIFVS Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim. Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim.
Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira