Fluttu fótboltaleik á milli bæjarfélaga í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 08:30 Það voru stórir pollar á Grýluvelli í Hveragerði í gær. Hér sjást Hamarstelpurnar bregða aðeins á leik eftir að leikurinn var stöðvaður en þær settu smá myndbrot inn á Instagram síðu sína. Mynd/Instagram Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir. Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira