Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 19:03 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. Vísar hún þar til mistaka sem gerð voru við skimun á leghálssýnum hjá Leitarstöðinni það ár. Þá kæmi það félaginu á óvart ef Sjúkratryggingar Íslands byggju yfir gögnum sem sýndu fram á að félagið stæðist ekki viðmið. Þetta kom fram í máli Höllu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Félagið hefur setið á fundum vegna málsins alla helgina og lauk fundi í dag skömmu fyrir kvöldfréttir. Halla bendir á að farið hafi af stað umræða og gagnrýni á félagið og því fylgi fundahöld. Málið sé viðkvæmt, margt þurfi að ræða og það taki tíma. Fram kom í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu í dag að Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki lagt fram gögn sem styddu ummæli fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag þess efnis að starfsemi félagsins uppfyllti ekki gæðastaðla. Félagið hyggst loka starfsemi Leitarstöðvarinnar tafarlaust, leggi SÍ fram gögn sem styðja ummælin. Halla segir að Sjúkratryggingar hafi falið Krabbameinsfélaginu að sinna skimunum samkvæmt þjónustusamningum, sem gildi út árið 2020. „Þessir samningar auðvitað byggja á trausti og byggja á því að yfirvöld treysta félaginu fyrir þessu verkefni. Þar með hljótum við að ganga út frá því að þau treysti því að við uppfyllum þær kröfur sem eru gerðar. Við vitum ekki annað. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart, algjörlega í opna skjöldu raunar, ef raunin reyndist sú að Sjúkratryggingar eða önnur yfirvöld byggju yfir upplýsingum um að við stæðumst ekki þau viðmið sem gerð eru um þjónustuna.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. Vísar hún þar til mistaka sem gerð voru við skimun á leghálssýnum hjá Leitarstöðinni það ár. Þá kæmi það félaginu á óvart ef Sjúkratryggingar Íslands byggju yfir gögnum sem sýndu fram á að félagið stæðist ekki viðmið. Þetta kom fram í máli Höllu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Félagið hefur setið á fundum vegna málsins alla helgina og lauk fundi í dag skömmu fyrir kvöldfréttir. Halla bendir á að farið hafi af stað umræða og gagnrýni á félagið og því fylgi fundahöld. Málið sé viðkvæmt, margt þurfi að ræða og það taki tíma. Fram kom í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu í dag að Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki lagt fram gögn sem styddu ummæli fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag þess efnis að starfsemi félagsins uppfyllti ekki gæðastaðla. Félagið hyggst loka starfsemi Leitarstöðvarinnar tafarlaust, leggi SÍ fram gögn sem styðja ummælin. Halla segir að Sjúkratryggingar hafi falið Krabbameinsfélaginu að sinna skimunum samkvæmt þjónustusamningum, sem gildi út árið 2020. „Þessir samningar auðvitað byggja á trausti og byggja á því að yfirvöld treysta félaginu fyrir þessu verkefni. Þar með hljótum við að ganga út frá því að þau treysti því að við uppfyllum þær kröfur sem eru gerðar. Við vitum ekki annað. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart, algjörlega í opna skjöldu raunar, ef raunin reyndist sú að Sjúkratryggingar eða önnur yfirvöld byggju yfir upplýsingum um að við stæðumst ekki þau viðmið sem gerð eru um þjónustuna.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58
Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48
Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30