Southgate: Heppnir að fara ekki héðan aðeins með eitt stig Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2020 19:07 Grímubúinn Southgate á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/getty „Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
„Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00
Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56
Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55
Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43
Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49