Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 15:35 Jordan Henderson og Roy Hodgson, þjálfari Englands, á EM 2016. Julian Finney/Getty Images Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað. Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað.
Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira