Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:40 Stóru bankanir þrír hafa fengið kröfubréf frá Neytendasamtökunum þar sem skorað er á þá að breyta skilmálum lána með breytilega vexti. Vísir Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur