„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 17:52 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52
Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07