Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 21:56 Billie Eilish var greinilega mjög hrifin af flutningi Laufeyjar. Skjáskot/Getty Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni. Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. Það er kannski engin furða að athyglin hafi verið mikil þar sem Billie Eilish, ein vinsælasta poppstjarna heimsins um þessar mundir, deildi myndbandinu á sínum persónulega aðgangi. Líkt og Vísir greindi frá í gær deildi Eilish ábreiðu Laufeyjar af laginu My Future sem gefið var út í lok júlímánaðar. Laufey segist ekki hafa búist við því að söngkonan myndi sjá ábreiðuna, og hvað þá deila henni, en það hafi verið mikill heiður engu að síður. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufeylin) on Sep 2, 2020 at 10:06am PDT Frá því að Eilish deildi myndbandinu hafa rúmlega ellefu þúsund manns byrjað að fylgja Laufeyju á Instagram. Laufey segir athyglina skemmtilega, en líkt og áður sagði ákvað hún að slökkva á símanum þegar mest var. „Ég er búin að slökkva á símanum mínum. Þetta er mjög spennandi allt en ef ég skoða þetta of mikið pæli ég of mikið í þessu,“ sagði Laufey í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Þegar þetta er skrifað er Laufey með rúmlega 58 þúsund fylgjendur en hún var áður með 47 þúsund. Hún segir stóran hluta vera Íslendingar, sem hún fagnar, enda hafi hún lengi stefnt að því að ná betur til samlanda sinna. „Billie náði að vekja athygli Íslendinganna,“ segir Laufey. Laufey er nú í London þar sem hún er að taka upp plötu og hefja tónlistarferil. Hún segir færslu Eilish vera mikla viðurkenningu og mögulega opna á ný tækifæri. Einhverjir Íslendingar ættu þó að þekkja til hæfileika hennar, enda hefur hún bæði tekið þátt í þáttunum Ísland Got Talent og The Voice Iceland. Þá tók hún einnig þátt í Leitinni að Jólastjörnunni í tvígang. Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir hrifningu sinni er tónlistarmaðurinn Auður og segir hana vera með hæfileikari tónlistarmönnum sem hann hefur unnið með. billie eilish var að deila laufeyju lin á instagram.er búinn að vinna aðeins með laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti. going PLACES!— AUÐUR (@auduraudur) September 2, 2020 Hér að neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Laufeyjar í Ísland Got Talent, The Voice Iceland og Leitinni að Jólastjörnunni.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41