Forsætisráðherra segir ekki á dagskrá ríkisstjórnar að fresta launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 12:03 Það tók mikið á að ganga frá lífskjarasamningunum svo kölluðu á borði ríkissáttasemjara í fyrra sem samgönguráðherra hefur lagt fram hugmyndir um að breyta. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29
„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53
Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði