Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík opnar við Hverfisgötu 18A í dag eftir að hafa verið til húsa við Hverfisgötu 50 og 78 undanfarin ár. Snorri Björns Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns
Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira