Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 21:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. vísir/getty Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið. Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið.
Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira