Hannaði tíu stíla skólínu í samstarfi við danskt skómerki Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. september 2020 20:00 Andrea Röfn Jónasdóttir hannaði skólínu í samstarfi við danska skómerki Jodis. Ljósmynd - Hlín Arngríms „Konurnar í kringum mig veittu mér innblástur og ég hugsaði mikið til þeirra í ferlinu. Annars kom þetta svolítið til mín, ég er mjög ákveðin þegar kemur að skóm og hef sterkar skoðanir á því hvernig ég vil hafa hvert smáatriði,“ segir Andrea Röfn Jónasdóttir sem hannaði sína fyrstu skólínu í samstarfi við danska skómerkið JoDis. Skólínan sem Andrea hannaði í samstarfi við Jodis samanstendur af tíu stílum sem hún nefndi alla eftir mikilvægum konum í lífi sínu. Ljósmynd - Hlín Arngríms Skólínan samanstendur af tíu stílum og byrjaði hönnunarferlið í byrjun árs 2019 að sögn Andreu. „Þegar samstarfið byrjaði var ég kasólétt af dóttur minni. Ferlið hélt svo áfram eftir fæðingu og ég tók dóttur mína með mér á flest alla fundina. Línan var svo tilbúin í byrjun þessa árs og fór hún í sölu í dag, 1. september.“ Andrea Röfn hefur starfað lengi í tískuheiminum, bæði sem fyrirsæta og í tískuvöruverslunum en þetta er í fyrsta skipti sem hún sjálf kemur að hönnun. Ljósmynd - Hlín Arngríms Andrea Röfn hefur verið áberandi í tískuheiminum síðustu ár, bæði sem fyrirsæta og sem starfsmaður í tískuvöruverslunum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún sjálf tekur þátt í hönnunarferli sem þessu. „Á bak við merkið JoDis eru miklir reynsluboltar í skóbransanum sem gáfu mér mikið frelsi við hönnunina og framkvæmdu hverja einustu hugmynd sem ég fékk í kollinn. JoDis teymið kom svo með fullt af hugmyndum sem ég síðan lagaði eftir mínu höfði þangað til ég varð 100% ánægð.“ Nefndi skóna í höfuð kvenna í lífi sínu Stílarnir bera allir nöfn íslenskra kvenna og segist Andrea hafa nefnt stílana í höfuðið á konum úr lífi sínu. „Skórnir eru nefndir í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi. Dóttur minni, mömmu, ömmum mínum, tengdamömmu, frænkum og bestu vinkonu. Ég er umkringd fullt af góðum og yndislegum konum sem veita mér innblástur í lífinu og held ég þurfi hreinlega að gera aðra línu til að enn fleiri þeirra fái skó nefnda í höfuðið á sér!“ Strax á fyrsta degi í sölu segir Andrea nokkra stíla vera nú þegar uppselda hér á landi. Ljósmynd - Hlín Arngrímsdóttir Skólínan er fáanleg í versluninni Kaupfélaginu og í vefbúðinni skor.is en segir Andrea nokkra stíla nú þegar vera uppselda eftir aðeins einn dag í sölu. „Ég tek með mér ómetanlega reynslu úr þessu ferli sem hefur opnað nýja vídd hjá mér. JoDis teymið eru frábær og bestu mentorar sem ég gæti mögulega verið með. Núna langar mig ennþá lengra með þetta og hlakka til að sjá hvert þetta leiðir mig.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Fyrsta fata- og fylgihlutalína IKEA er komin út í Japan IKEA er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað er um Japan eða japanska hönnun en nú hefur sænski húsgagnarisinn IKEA framleitt sína fyrstu fata- og fylgihlutalínu í samstarfi við IKEA í Japan. 13. ágúst 2020 20:06 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Konurnar í kringum mig veittu mér innblástur og ég hugsaði mikið til þeirra í ferlinu. Annars kom þetta svolítið til mín, ég er mjög ákveðin þegar kemur að skóm og hef sterkar skoðanir á því hvernig ég vil hafa hvert smáatriði,“ segir Andrea Röfn Jónasdóttir sem hannaði sína fyrstu skólínu í samstarfi við danska skómerkið JoDis. Skólínan sem Andrea hannaði í samstarfi við Jodis samanstendur af tíu stílum sem hún nefndi alla eftir mikilvægum konum í lífi sínu. Ljósmynd - Hlín Arngríms Skólínan samanstendur af tíu stílum og byrjaði hönnunarferlið í byrjun árs 2019 að sögn Andreu. „Þegar samstarfið byrjaði var ég kasólétt af dóttur minni. Ferlið hélt svo áfram eftir fæðingu og ég tók dóttur mína með mér á flest alla fundina. Línan var svo tilbúin í byrjun þessa árs og fór hún í sölu í dag, 1. september.“ Andrea Röfn hefur starfað lengi í tískuheiminum, bæði sem fyrirsæta og í tískuvöruverslunum en þetta er í fyrsta skipti sem hún sjálf kemur að hönnun. Ljósmynd - Hlín Arngríms Andrea Röfn hefur verið áberandi í tískuheiminum síðustu ár, bæði sem fyrirsæta og sem starfsmaður í tískuvöruverslunum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún sjálf tekur þátt í hönnunarferli sem þessu. „Á bak við merkið JoDis eru miklir reynsluboltar í skóbransanum sem gáfu mér mikið frelsi við hönnunina og framkvæmdu hverja einustu hugmynd sem ég fékk í kollinn. JoDis teymið kom svo með fullt af hugmyndum sem ég síðan lagaði eftir mínu höfði þangað til ég varð 100% ánægð.“ Nefndi skóna í höfuð kvenna í lífi sínu Stílarnir bera allir nöfn íslenskra kvenna og segist Andrea hafa nefnt stílana í höfuðið á konum úr lífi sínu. „Skórnir eru nefndir í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi. Dóttur minni, mömmu, ömmum mínum, tengdamömmu, frænkum og bestu vinkonu. Ég er umkringd fullt af góðum og yndislegum konum sem veita mér innblástur í lífinu og held ég þurfi hreinlega að gera aðra línu til að enn fleiri þeirra fái skó nefnda í höfuðið á sér!“ Strax á fyrsta degi í sölu segir Andrea nokkra stíla vera nú þegar uppselda hér á landi. Ljósmynd - Hlín Arngrímsdóttir Skólínan er fáanleg í versluninni Kaupfélaginu og í vefbúðinni skor.is en segir Andrea nokkra stíla nú þegar vera uppselda eftir aðeins einn dag í sölu. „Ég tek með mér ómetanlega reynslu úr þessu ferli sem hefur opnað nýja vídd hjá mér. JoDis teymið eru frábær og bestu mentorar sem ég gæti mögulega verið með. Núna langar mig ennþá lengra með þetta og hlakka til að sjá hvert þetta leiðir mig.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Fyrsta fata- og fylgihlutalína IKEA er komin út í Japan IKEA er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað er um Japan eða japanska hönnun en nú hefur sænski húsgagnarisinn IKEA framleitt sína fyrstu fata- og fylgihlutalínu í samstarfi við IKEA í Japan. 13. ágúst 2020 20:06 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00
Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45
Fyrsta fata- og fylgihlutalína IKEA er komin út í Japan IKEA er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talað er um Japan eða japanska hönnun en nú hefur sænski húsgagnarisinn IKEA framleitt sína fyrstu fata- og fylgihlutalínu í samstarfi við IKEA í Japan. 13. ágúst 2020 20:06