Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 09:40 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira