Faraldurinn á niðurleið við óbreyttar aðstæður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:27 Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Næstu vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 1 til 6, en gætu orðið hátt í 13, þótt á því séu minni líkur. Haldist aðstæður óbreyttar má ætla að faraldurinn sé á niðurleið. Eftir þrjár vikur er uppsafnaður fjöldi smita í annarri bylgju líklegur til að vera á bilinu 200 til 260 tilvik en gæti orðið allt að 350. Þetta ræðst af því hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani vegna faraldursins hér á landi. Spáin byggin á því að aðstæður á Íslandi verði svipaðar og þær hafa verið að undanförnu en óvissan sé þó engu að síður mikil. Víða sé skólastarf hafið eða í þann mund að hefjast og því ljóst að aðstæður muni breytast eitthvað. „Af þeim sökum er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju. Spáin bendir þó til þess að faraldurinn sé á niðurleið ef aðstæður haldast óbreyttar.“ Auknar líkur á engum, áfram líkur á mörgum Þannig hafi líkurnar á því að ekkert smit greinist á einum degi aukist, frá því að vera um 5 prósent upp í tæp 15 prósent. Engu að síður sé áfram sá möguleiki fyrir hendi að mörg smit greinist á einum degi. Síðustu tvær vikur hafa á bilinu einn til tíu einstaklingar greinst daglega með veiruna innanlands. Mest hafa greinst sextán á einum degi í þessari bylgju faraldursins, þann 6. ágúst. Hópurinn að baki spálíkaninu telur ekki tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna á þessum tímapunkti. Ef gögnin bendi til hraðari vaxtar þá verður þörfin á spá fyrir spítalainnlagnir endurmetin. Spáin verður næst uppfærð eftir viku. Sem stendur eru 113 í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1027 í sóttkví. Enginn er inniliggjandi á spítala með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent