Óskar Hrafn: Vildum halda því sem við stöndum fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2020 20:06 Óskar Hrafn var að mörgu leyti sáttur með leik sinna manna í dag. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var á leið upp í rútu og út á flugvöll þegar Vísir heyrði í honum eftir 4-2 tap Blika gegn Rosenborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. Aðstæður eru skrýtnar í Evrópuboltanum þessa dagana eins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, ræddi við Vísi fyrir leik. Óskar Hrafn var sáttur við frammistöðu sinna manna og það hugarfar sem þeir sýndu en hann hefði þó viljað sjá Rosenborg þurfa hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Mörkin sem heimamenn skoruðu voru full einföld. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við vorum samt full gjafmildir í fyrri hálfleik og mörkin svona í ódýrari kantinum en við hættum aldrei. Við gerðum það sem við lögðum upp með. Við vildum spila leikinn eins og við gerum vanalega, vildum halda því sem við stöndum fyrir. Við ætluðum ekki að leggjast til baka og ætluðum að halda þéttri pressu á Rosenborg. Við gerðum það fannst mér en auðvitað er þetta súrsætt. Ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu,“ sagði Óskar að leik loknum. Þó Rosenborg séu í „lægð“ ef lægð skyldi kalla þá er ljóst að liðið er gríðarlega sterkt og ljóst að Blikar voru alltaf að fara inn í erfiðan leik þó svo að Rosenborg spili tiltölulega einfaldan fótbolta. „Þetta er lið sem sló bæði BATE Borisov og Maribor út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þetta er lið sem hefur fjórum sinnum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu fimm árum. Það að halda að menn gætu komið hingað til Þrándheims og leikið sér var aldrei að fara gerast. En mér fannst þeir þurfa hafa full lítið fyrir því að refsa okkur og mörkin full auðveld.“ „Rosenborg er ekki mikið að flækja hlutina. Þeir spila 4-3-3, annar miðjumaðurinn stingur sér og hinn heldur. Þeir spiluðu reyndar óvenju lítið stutt í dag en þeir vilja halda honum í öftustu línu og gera ágætlega. Þeir eru svo með mikil einstaklingsgæði og frábæra framherja.“ „Við töldum að til að við gætum farið til Þrándheims og tekið eitthvað með okkur úr leiknum, lært eitthvað, þá yrðum við að spila okkar leik. Við fórum með það inn í leikinn en vissum að við þyrftum að loka ákveðna þætti í þeirra leik. Það voru svo ekki þeirra sterkustu hliðar sem gerðu okkur lífið leitt heldur meira þessi einstaklingsgæði og mögulega smá værukærð í okkur.“ „Vildum fara og vera við sjálfur. Það er eina leiðin til að verða betri en það var því miður ekki nóg í dag,“ sagði Óskar einnig. „Leikmenn og þjálfarar vilja mæla sig við erlend lið. Vonast til að menn séu að taka framförum ár frá ári. Það er markmið að vera alltaf í Evrópukeppni, mæla sig þannig við erlend lið og komast nær þeim. Við sáum í dag að við eigum töluvert inni í líkamlega þættinum, eðlilega svo sem. En við stefnum á að nálgast þessi lið,“ sagði Óskar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05 „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 2-4| Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. 27. ágúst 2020 19:05
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15