Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjórinn lagar jakkann á kynningarfundi um stýrivaxtaákvörðun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis. Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis.
Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02
Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00
Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00