Hetjudáðir Jamal Murray héldu lífi í Denver og Paul George vaknaði til lífsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray var frábær á móti Utah Jazz í nótt og hélt lífi í tímabilinu hjá Denver Nuggets. AP/Mike Ehrmann Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020 NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira