„Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 21:43 Helgi Hrafn Gunnarsson fer yfir Samherjamálið á Facebook-síðu sinni. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. Hann hafi kynnt sér málið vel, enda hafi hann viljað taka upplýsta afstöðu varðandi málsatvik. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar Helgi í báða YouTube-þætti Samherja, gögnin sem um ræðir sem og dóm Hæstaréttar í máli Seðlabankans og Samherja. Hann hafi ekkert á móti Samherja, hvorki starfsfólki né eigendum en hann hafi mikið á móti ósiðlegum viðskiptavenjum og „meðvitaðrar afvegaleiðingar“ eins og hann kemst sjálfur að orði. „Hin síðarnefnda er í rauninni hættulegri, vegna þess að hún felur í sér að nota eitthvað sem er tæknilega satt og rétt, til að sannfæra fólk um eitthvað sem er rangt. Lygin stendur yfirleitt kviknakin þegar litið er á hana, en meðvituð afvegaleiðing er erfiðari viðureignar, því hún inniheldur oft sannleikskorn sem er hægt að hamra á til að færa athyglina frá því sem er rangt,“ skrifar Helgi. Upptakan hafi ekki skaðað Helga Seljan Helgi segir nokkur atriði hafa komið honum sérstaklega á óvart varðandi vinnubrögð Samherja. Nefnir hann fyrst leynilega upptöku Jóns Óttars Ólafssonar þar sem hann tók upp samtal við Helga Seljan. Helgi Hrafn furðar sig á þeirri ákvörðun fyrirtækisins. „[…] Að útsendari stórútgerðarfyrirtækis hleri blaðamann sem er að fjalla um sig og noti síðan þá upptöku, sundurklippta og tekna úr samhengi, til að grafa undan trúverðugleika hans. Hvað fór fram í höfðinu á þessu fólki þegar það ákvað að gera það?“ spyr Helgi en bætir þó við að upptakan hafi ekki varpað neikvæðu ljósi á Helga Seljan. Helgi Seljan var sérstaklega tekinn fyrir í fyrsta þætti Samherja á YouTube. „Það auðvitað skaðaði blaðamanninn ekki að mínu mati, því tilraunin var svo pínlega augljós, en bara að láta sér detta það til hugar að fara á vegum fyrirtækis til blaðamanns og hlera hann, gegn vitund hans, í þeim beina tilgangi að nota þá upptöku gegn honum, finnst mér alveg magnað.“ Þá segir hann Samherja aldrei véfengja það sem kemur fram í þættinum með beinum hætti heldur snúi málflutningurinn að hinni umdeildu skýrslu; hvort hún sé til og þeim möguleika að hún hafi verið fölsuð. „Aldrei segir hann; "Nei, verðið var ekki 230 krónur á kílóið" eða "tölurnar eru rangar".“ Samherji geti ekki notað hæstaréttardóminn sem rökstuðning gegn Kastljósi Því næst beinir Helgi sjónum sínum að dómi Hæstaréttar í máli Seðlabankans gegn Samherja. Hann segir Samherja hafa málað dóminn upp sem rökstuðning fyrir því að fréttaflutningur Kastljóss væri mögulega rangur en það sé villandi framsetning. Tilgangurinn hafi verið að skilja áhorfendur eftir með þá tilfinningu að dómurinn hefði hrakið umfjöllunina. „Ekkert sem ég fann í dómi hæstaréttar hrekur umfjöllun Kastljóss á neinn einasta hátt, enda vann hann ekki málið á þeim forsendum að sönnunargögnin gegn honum væru röng, heldur vegna lagatæknilegra atriða. Athugið að það þýðir ekki að hann hefði átt að tapa því máli, en það þýðir hinsvegar að Samherji getur ekki notað hæstaréttardóminn sem rökstuðning fyrir því að nokkur skapaður hlutur hafi verið ámælisverður eða rangur í fréttaumfjöllun Kastljóss,“ skrifar Helgi. Hann segir skjal Verðlagsstofu skiptaverðs ekki hafa komið til umfjöllunar í Hæstarétti en Samherji einblíni á hana „vegna þess að hann telur sig geta haldið athyglinni á hvort skjalið heiti skýrsla eða minnisblað eða vinnuskjal eða hvað.“ Skýrslan aðeins nefnd fjórum sinnum Við skoðun sína á málinu horfði Helgi á umræddan Kastljós-þátt þar sem fjallað var um meint brot Samherja gegn gjaldeyrislögum. Hann segir þáttinn fjalla ítarlega um málið en skýrslan sé aðeins nefnd fjórum sinnum. Þáttinn má sjá á vef Ríkisútvarpsins, en hann var settur aftur í birtingu fyrr í mánuðinum eftir að Samherji birti sinn fyrsta þátt um málið. „"Skýrslan" er fyrst nefnd á mínútu 15:23 af 19:41 mínútum. Fjallað er um hana í u.þ.b. eina og hálfa mínútu af þessum 19:41 mínútna þætti. Hún er kölluð "skýrsla" þrisvar: 15:23, 15:34 (nokkrum sekúndum síðar) og loks á 16:19. Hún er kölluð "upplýsingar" á 15:40 og "gögn" á 16:52,“ skrifar Helgi og bætir við að það komi málinu ekkert við hvort umrætt gagn sé skýrsla eða ekki. Eftir að hafa skoðað skjalið segir Helgi það líta út eins og skýrslu og hann myndi sennilega kalla það skýrslu sjálfur. Það skipti engu máli í þessu samhengi. „Umfjöllunin fjallar ekki um hvort skjalið kallist skýrsla eða minnisblað og á engan hátt breytir það fréttaumfjöllun Kastljóss að kalla skjalið gögn eða upplýsingar.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. Hann hafi kynnt sér málið vel, enda hafi hann viljað taka upplýsta afstöðu varðandi málsatvik. Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar Helgi í báða YouTube-þætti Samherja, gögnin sem um ræðir sem og dóm Hæstaréttar í máli Seðlabankans og Samherja. Hann hafi ekkert á móti Samherja, hvorki starfsfólki né eigendum en hann hafi mikið á móti ósiðlegum viðskiptavenjum og „meðvitaðrar afvegaleiðingar“ eins og hann kemst sjálfur að orði. „Hin síðarnefnda er í rauninni hættulegri, vegna þess að hún felur í sér að nota eitthvað sem er tæknilega satt og rétt, til að sannfæra fólk um eitthvað sem er rangt. Lygin stendur yfirleitt kviknakin þegar litið er á hana, en meðvituð afvegaleiðing er erfiðari viðureignar, því hún inniheldur oft sannleikskorn sem er hægt að hamra á til að færa athyglina frá því sem er rangt,“ skrifar Helgi. Upptakan hafi ekki skaðað Helga Seljan Helgi segir nokkur atriði hafa komið honum sérstaklega á óvart varðandi vinnubrögð Samherja. Nefnir hann fyrst leynilega upptöku Jóns Óttars Ólafssonar þar sem hann tók upp samtal við Helga Seljan. Helgi Hrafn furðar sig á þeirri ákvörðun fyrirtækisins. „[…] Að útsendari stórútgerðarfyrirtækis hleri blaðamann sem er að fjalla um sig og noti síðan þá upptöku, sundurklippta og tekna úr samhengi, til að grafa undan trúverðugleika hans. Hvað fór fram í höfðinu á þessu fólki þegar það ákvað að gera það?“ spyr Helgi en bætir þó við að upptakan hafi ekki varpað neikvæðu ljósi á Helga Seljan. Helgi Seljan var sérstaklega tekinn fyrir í fyrsta þætti Samherja á YouTube. „Það auðvitað skaðaði blaðamanninn ekki að mínu mati, því tilraunin var svo pínlega augljós, en bara að láta sér detta það til hugar að fara á vegum fyrirtækis til blaðamanns og hlera hann, gegn vitund hans, í þeim beina tilgangi að nota þá upptöku gegn honum, finnst mér alveg magnað.“ Þá segir hann Samherja aldrei véfengja það sem kemur fram í þættinum með beinum hætti heldur snúi málflutningurinn að hinni umdeildu skýrslu; hvort hún sé til og þeim möguleika að hún hafi verið fölsuð. „Aldrei segir hann; "Nei, verðið var ekki 230 krónur á kílóið" eða "tölurnar eru rangar".“ Samherji geti ekki notað hæstaréttardóminn sem rökstuðning gegn Kastljósi Því næst beinir Helgi sjónum sínum að dómi Hæstaréttar í máli Seðlabankans gegn Samherja. Hann segir Samherja hafa málað dóminn upp sem rökstuðning fyrir því að fréttaflutningur Kastljóss væri mögulega rangur en það sé villandi framsetning. Tilgangurinn hafi verið að skilja áhorfendur eftir með þá tilfinningu að dómurinn hefði hrakið umfjöllunina. „Ekkert sem ég fann í dómi hæstaréttar hrekur umfjöllun Kastljóss á neinn einasta hátt, enda vann hann ekki málið á þeim forsendum að sönnunargögnin gegn honum væru röng, heldur vegna lagatæknilegra atriða. Athugið að það þýðir ekki að hann hefði átt að tapa því máli, en það þýðir hinsvegar að Samherji getur ekki notað hæstaréttardóminn sem rökstuðning fyrir því að nokkur skapaður hlutur hafi verið ámælisverður eða rangur í fréttaumfjöllun Kastljóss,“ skrifar Helgi. Hann segir skjal Verðlagsstofu skiptaverðs ekki hafa komið til umfjöllunar í Hæstarétti en Samherji einblíni á hana „vegna þess að hann telur sig geta haldið athyglinni á hvort skjalið heiti skýrsla eða minnisblað eða vinnuskjal eða hvað.“ Skýrslan aðeins nefnd fjórum sinnum Við skoðun sína á málinu horfði Helgi á umræddan Kastljós-þátt þar sem fjallað var um meint brot Samherja gegn gjaldeyrislögum. Hann segir þáttinn fjalla ítarlega um málið en skýrslan sé aðeins nefnd fjórum sinnum. Þáttinn má sjá á vef Ríkisútvarpsins, en hann var settur aftur í birtingu fyrr í mánuðinum eftir að Samherji birti sinn fyrsta þátt um málið. „"Skýrslan" er fyrst nefnd á mínútu 15:23 af 19:41 mínútum. Fjallað er um hana í u.þ.b. eina og hálfa mínútu af þessum 19:41 mínútna þætti. Hún er kölluð "skýrsla" þrisvar: 15:23, 15:34 (nokkrum sekúndum síðar) og loks á 16:19. Hún er kölluð "upplýsingar" á 15:40 og "gögn" á 16:52,“ skrifar Helgi og bætir við að það komi málinu ekkert við hvort umrætt gagn sé skýrsla eða ekki. Eftir að hafa skoðað skjalið segir Helgi það líta út eins og skýrslu og hann myndi sennilega kalla það skýrslu sjálfur. Það skipti engu máli í þessu samhengi. „Umfjöllunin fjallar ekki um hvort skjalið kallist skýrsla eða minnisblað og á engan hátt breytir það fréttaumfjöllun Kastljóss að kalla skjalið gögn eða upplýsingar.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14