Símtal Suarez og Koeman entist bara í eina mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Luis Suarez segist eiga skilið meiri virðingu frá Barcelona en þetta. Getty/Mateo Villalba/ Framtíð Luis Suarez hjá Barcelona er ráðin því nýr þjálfa liðsins, Ronald Koeman, vill ekki hafa hann í liðinu sínu á næstu leiktíð. Ronald Koeman ætlar að hreinsa til hjá Barcelona og einn af þeim sem verður fórnað er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez. Barcelona vill losna við samning Luis Suarez í ár en samningurinn var til 30. júní 2021. Ronald Koeman hefur ekki áhuga á að nota aðalframherja liðsins síðustu ár. Barcelona þarf nú að fara í viðræður við leikmanninn eða hans fulltrúa til að loka samningnum. Luis Suarez skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni en virkaði þungur og formlítill eftir að boltinn byrjaði að rúlla á nú eftir kórónuveirufrí. Suarez s chat with Koeman lasted less than ONE minute And the striker, who has been told to leave, is not happy https://t.co/MRTKbKSckC— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 25, 2020 Luis Suarez er allt annað en sáttur með þetta og hefur sagt sína hlið í viðtali við spænskt blað. Luis Suarez sagði katalónska íþróttablaðinu Sport frá því að Ronald Koeman hefði hringt í hann til að segja honum frá ákvörðun sinni. Símtalið entist hins vegar bara í eina mínútu en það er ekkert annað í boði fyrir Suarez að sætta sig við þessa stöðu. Hann bað ekki um neinar skýringar í símtalinu og endaði það strax. Suarez telur sig hafa unnið sér inn meiri virðingu en það að fá eins mínútna símtal frá verðandi þjálfara. Luis Suarez is reportedly on his way out of Barcelona.Gossip: https://t.co/tDRE3rXj3C pic.twitter.com/sYocAZka6L— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Suarez hefur spilað með Barcelona í sex ár en var nú sagt upp í síma. Luis Suarez er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona með 198 mörk í 283 leikjum. Hann hefur skorað 147 mörk fyrir Barcelona í spænsku deildinni og 25 mörk fyrir liðið í Meistaradeildinni. Luis Suarez vann spænsku deildin fjórum sinnum með Barcelona, spænska bikarinn fjórum sinnum og svo Meistaradeildina á þrennutímabilinu 2014-15. Luis Suarez er sagður vera mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli fyrir það sem hefur farið úrskeiðis hjá Barcelona liðinu en það var augljóslega mikið að hjá félaginu og engum einum manni að kenna. 2014-2020 - Luis Suárez at Barcelona: 283 games198 goals107 assists- G/A every 77.6 minutes 4-time La Liga champion Champions League winner (2015) Only player to beat Messi and Ronaldo to the PichichiTime for some respect. pic.twitter.com/vAEPhjrWTz— Warriors of Uruguay (@UruguayanHeroes) August 24, 2020 Spænski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Framtíð Luis Suarez hjá Barcelona er ráðin því nýr þjálfa liðsins, Ronald Koeman, vill ekki hafa hann í liðinu sínu á næstu leiktíð. Ronald Koeman ætlar að hreinsa til hjá Barcelona og einn af þeim sem verður fórnað er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez. Barcelona vill losna við samning Luis Suarez í ár en samningurinn var til 30. júní 2021. Ronald Koeman hefur ekki áhuga á að nota aðalframherja liðsins síðustu ár. Barcelona þarf nú að fara í viðræður við leikmanninn eða hans fulltrúa til að loka samningnum. Luis Suarez skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni en virkaði þungur og formlítill eftir að boltinn byrjaði að rúlla á nú eftir kórónuveirufrí. Suarez s chat with Koeman lasted less than ONE minute And the striker, who has been told to leave, is not happy https://t.co/MRTKbKSckC— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 25, 2020 Luis Suarez er allt annað en sáttur með þetta og hefur sagt sína hlið í viðtali við spænskt blað. Luis Suarez sagði katalónska íþróttablaðinu Sport frá því að Ronald Koeman hefði hringt í hann til að segja honum frá ákvörðun sinni. Símtalið entist hins vegar bara í eina mínútu en það er ekkert annað í boði fyrir Suarez að sætta sig við þessa stöðu. Hann bað ekki um neinar skýringar í símtalinu og endaði það strax. Suarez telur sig hafa unnið sér inn meiri virðingu en það að fá eins mínútna símtal frá verðandi þjálfara. Luis Suarez is reportedly on his way out of Barcelona.Gossip: https://t.co/tDRE3rXj3C pic.twitter.com/sYocAZka6L— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Suarez hefur spilað með Barcelona í sex ár en var nú sagt upp í síma. Luis Suarez er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona með 198 mörk í 283 leikjum. Hann hefur skorað 147 mörk fyrir Barcelona í spænsku deildinni og 25 mörk fyrir liðið í Meistaradeildinni. Luis Suarez vann spænsku deildin fjórum sinnum með Barcelona, spænska bikarinn fjórum sinnum og svo Meistaradeildina á þrennutímabilinu 2014-15. Luis Suarez er sagður vera mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli fyrir það sem hefur farið úrskeiðis hjá Barcelona liðinu en það var augljóslega mikið að hjá félaginu og engum einum manni að kenna. 2014-2020 - Luis Suárez at Barcelona: 283 games198 goals107 assists- G/A every 77.6 minutes 4-time La Liga champion Champions League winner (2015) Only player to beat Messi and Ronaldo to the PichichiTime for some respect. pic.twitter.com/vAEPhjrWTz— Warriors of Uruguay (@UruguayanHeroes) August 24, 2020
Spænski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira