Þyrluferðin „óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 07:41 Rósa Björk Brynjólsson sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um dómgreindarbrest í færslu á Twitter. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra harðlega, sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, fyrir ferð þar sem ráðherra var fluttur úr hestaferð á Suðurlandi til Reykjavíkur og svo aftur til baka með þyrlu Gæslunnar. „Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings,“ segir Rósa Björk í færslu á Twitter þar sem hún vísar í frétt Stundarinnar sem greindi fyrst frá málinu. Ráðherra fór í smitgát daginn eftir umrædda þyrluferð, eftir að tilkynnt hafði verið um hópsmitið á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð síðastliðinn fimmtudag. Ráðherra hafði verið fluttur til Reykjavíkur til að sækja samráðsfund heilbrigðisráðherra. Eitt að starfsmenn @gaeslan sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur. Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings. https://t.co/580YAM0OJA— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) August 24, 2020 Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið Áslaugu Örnu í ferðina. Þyrlan hafi verið að störfum við Langjökul þennan dag og hafi ekki verið gerðar neinar tímabreytingar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherrrans. Ennfremur er haft eftir Ásgeiri að flugstjóri þyrlunnar sé nú í sóttkví þar sem hann hafi reynst í svokölluðum innri hring hópsmitsins á Hótel Rangá þar sem hann hafi fengið sér morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun. Ráðherra var hins vegar í ytri hring smitsins.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira