Lennon fyrstur upp í 80 mörk | Nær hann að ógna markametinu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 11:00 Steven Lennon skoraði einnig í fyrri leik FH og HK í sumar. Vísir/Daniel Thor Í gær mættust FH og HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnafirði og höfðu heimamenn betur 4-0. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Er hann þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora meira en 80 mörk í efstu deild. Fyrsta mark Lennon í gær þýddi að hann var kominn með 80 mörk í efstu deild á Íslandi. Hann bætti svo við tveimur mörkum undir lokin sem þýðir að hann er með 82 mörk eins og staðan er í dag. Í spilaranum má svo sjá öll mörk FH í leik gærdagsins. Lennon er eins og gott rauðvín sem verður bara betri með aldrinum. Hann er kominn með 11 mörk í 11 leikjum í sumar og hver veit nema markametið sjálft – sem stendur enn í 19 mörkum – sé í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, sagði eftir leikinn gegn HK að hann myndi ekki skipta á skoska framherjanum fyrir neinn leikmann deildarinnar. Lennon er nú kominn í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi en hann er sem stendur jafn Arnari Gunnlaugssyni með 82 mörk. Þar fyrir ofan koma Björgólfur Takefusa með 83 mörk og Hörður Magnússon með 87 mörk. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins tók saman og birti einnig fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Það er ljóst að litlar líkur eru á að hinn 32 ára gamli Steven Lennon nái Tryggva Guðmyndssyni sem trónir á toppi listans með 131 mark. Annar framherji sem gerði gott mót með FH-ingum er Atli Viðar Björnsson, hann er í 3. sæti með 113 mörk. Mögulega, ef Lennon heldur áfram á sömu braut, gæti hann ógnað sæti Atla Viðars yfir markahæstu menn Íslandssögunnar í efstu deild. Steven Lennon í leik með Fram.Vísir/Daníel Lennon hefur þó ekki alltaf leikið með FH en hann gekk í raðir Fram árið 2011. FH-ingar þakka eflaust Safarmýrarfélaginu fyrir að fá þennan gullmola hingað til lands á sínum tíma en þeir hafa svo sannarlega notiðs góðs af kröftum Lennon undanfarin sex ár. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Í gær mættust FH og HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnafirði og höfðu heimamenn betur 4-0. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Er hann þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora meira en 80 mörk í efstu deild. Fyrsta mark Lennon í gær þýddi að hann var kominn með 80 mörk í efstu deild á Íslandi. Hann bætti svo við tveimur mörkum undir lokin sem þýðir að hann er með 82 mörk eins og staðan er í dag. Í spilaranum má svo sjá öll mörk FH í leik gærdagsins. Lennon er eins og gott rauðvín sem verður bara betri með aldrinum. Hann er kominn með 11 mörk í 11 leikjum í sumar og hver veit nema markametið sjálft – sem stendur enn í 19 mörkum – sé í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, sagði eftir leikinn gegn HK að hann myndi ekki skipta á skoska framherjanum fyrir neinn leikmann deildarinnar. Lennon er nú kominn í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi en hann er sem stendur jafn Arnari Gunnlaugssyni með 82 mörk. Þar fyrir ofan koma Björgólfur Takefusa með 83 mörk og Hörður Magnússon með 87 mörk. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins tók saman og birti einnig fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Það er ljóst að litlar líkur eru á að hinn 32 ára gamli Steven Lennon nái Tryggva Guðmyndssyni sem trónir á toppi listans með 131 mark. Annar framherji sem gerði gott mót með FH-ingum er Atli Viðar Björnsson, hann er í 3. sæti með 113 mörk. Mögulega, ef Lennon heldur áfram á sömu braut, gæti hann ógnað sæti Atla Viðars yfir markahæstu menn Íslandssögunnar í efstu deild. Steven Lennon í leik með Fram.Vísir/Daníel Lennon hefur þó ekki alltaf leikið með FH en hann gekk í raðir Fram árið 2011. FH-ingar þakka eflaust Safarmýrarfélaginu fyrir að fá þennan gullmola hingað til lands á sínum tíma en þeir hafa svo sannarlega notiðs góðs af kröftum Lennon undanfarin sex ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira