Eiður Smári: Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. ágúst 2020 17:30 Eiður Smári Guðjohnsen er þjálfari FH. vísir/skjáskot FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.” Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.”
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira