„Klárum þetta í júlí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 08:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira