Óttast að álag og tengslarof muni hrjá börn og ungmenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:20 Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent