Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. mars 2020 18:43 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. vísir/vilhelm Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Maðurinn kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Verónu í gær. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar og voru farþegarnir 180 talsins. Þeir hafa nú allir verið settir í sóttkví og eru því minnst 270 manns í sóttkví á Íslandi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti í gær og tóku bæði lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk á móti farþegum vélarinnar og afhentu upplýsingableðil. Nokkrir einstaklingar sem voru um borð í vélinni gáfu sig fram vegna flensueinkenna og voru sýni tekin úr þeim. Eitt þeirra reyndist eins og fyrr segir jákvætt. Hin sýnin voru neikvæð. Eftir þessar nýjustu vendingar hefur skilgreint áhættusvæði á Ítalíu verið fært út og nær það nú til alls landsins. Fólk sem ferðast hefur frá Ítalíu til Íslands frá og með gærdeginum er beðið um að fara í sóttkví í fjórtán daga, hvort sem það flaug með þessari sömu vél Icelandair eða með öðru flugi. Annar íslenskur maður greindist með kórónuveiruna á föstudaginn síðastliðinn og hafði hann einnig verið í ferðalagi á Ítalíu. Sá er á fimmtugsaldri en hann er í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Landlæknir hefur heimild til að beita valdi fylgi fólk ekki fyrirmælum um sóttkví Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að breiðast út og hafa 85.000 einstaklingar í 57 löndum verið greindir með veiruna. Þeir sem koma til landsins frá svokölluðum hættusvæðum, sem eru Kína, Íran, Suður-Kórea og Ítalíu, eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví. Alma Möller, landlæknir, segir í samtali við fréttastofu að gríðarlega mikilvægt sé að fólk fylgi fyrirmælum um sóttkví. Geri fólk það ekki hafi sóttvarnalæknir heimild samkvæmt lögum til að beita valdi. „Sóttvarnalæknir getur kallað til lögreglu til að sjá til þess að fólk fari að fyrirmælum.“ Ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda Erfiðlega hefur gengið að fá fólk í sóttkví til að tjá sig en fréttastofa hefur rætt við konu sem hefur verið í sóttkví frá því á föstudag. Hún vinnur með manninum sem greindist með veiruna á föstudaginn en hún vildi ekki koma fram undir nafni af virðingu við samstarfsfélaga sína. „Miðað við það að sóttkví byrji að telja síðasta daginn sem hann var í vinnu þá eru svona níu til tíu dagar eftir,“ segir hún. Konan er einkennalaus og mætti því í raun vera heima hjá sér í sóttkví en þar sem hún á lítið barn ákvað hún að einangra sig frá fjölskyldunni á meðan mesta hættan á smiti líður hjá. „Ég er í rauninni í íbúð afa og ömmu sem þau búa ekki lengur í og er ég raun rétt hjá vinnustaðnum þannig það voru hæg heimatökin.“ Hún segist hafa það fínt. Hún sofi mikið og lesi bækur. „Ég bara sef mikið, borða og les og vafra á netinu og fer í göngutúra. Af því ég er ekki heima hjá mér þar sem ég væri eflaust dottinn í heimilisstörf þá er þetta svolítið bara slökun í rauninni. Ég er með lítið barn heima og að sofa í 12 tíma er ekki munaður sem ég get vanalega leyft mér en ég geri það hér.“ Hún segir að ættingjar hafi tekið þessu með æðruleysi. Þá er hún ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé farið eftir þessum reglum og í raun lít ég á þetta sem samfélagslega ábyrgð að bregðast við og fylgja þessum leiðbeiningum. Öðruvísi heftum við ekki útbreiðslu veirunnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. 1. mars 2020 12:44 Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar. 1. mars 2020 18:34 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Maðurinn kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Verónu í gær. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar og voru farþegarnir 180 talsins. Þeir hafa nú allir verið settir í sóttkví og eru því minnst 270 manns í sóttkví á Íslandi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti í gær og tóku bæði lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk á móti farþegum vélarinnar og afhentu upplýsingableðil. Nokkrir einstaklingar sem voru um borð í vélinni gáfu sig fram vegna flensueinkenna og voru sýni tekin úr þeim. Eitt þeirra reyndist eins og fyrr segir jákvætt. Hin sýnin voru neikvæð. Eftir þessar nýjustu vendingar hefur skilgreint áhættusvæði á Ítalíu verið fært út og nær það nú til alls landsins. Fólk sem ferðast hefur frá Ítalíu til Íslands frá og með gærdeginum er beðið um að fara í sóttkví í fjórtán daga, hvort sem það flaug með þessari sömu vél Icelandair eða með öðru flugi. Annar íslenskur maður greindist með kórónuveiruna á föstudaginn síðastliðinn og hafði hann einnig verið í ferðalagi á Ítalíu. Sá er á fimmtugsaldri en hann er í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Landlæknir hefur heimild til að beita valdi fylgi fólk ekki fyrirmælum um sóttkví Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að breiðast út og hafa 85.000 einstaklingar í 57 löndum verið greindir með veiruna. Þeir sem koma til landsins frá svokölluðum hættusvæðum, sem eru Kína, Íran, Suður-Kórea og Ítalíu, eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví. Alma Möller, landlæknir, segir í samtali við fréttastofu að gríðarlega mikilvægt sé að fólk fylgi fyrirmælum um sóttkví. Geri fólk það ekki hafi sóttvarnalæknir heimild samkvæmt lögum til að beita valdi. „Sóttvarnalæknir getur kallað til lögreglu til að sjá til þess að fólk fari að fyrirmælum.“ Ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda Erfiðlega hefur gengið að fá fólk í sóttkví til að tjá sig en fréttastofa hefur rætt við konu sem hefur verið í sóttkví frá því á föstudag. Hún vinnur með manninum sem greindist með veiruna á föstudaginn en hún vildi ekki koma fram undir nafni af virðingu við samstarfsfélaga sína. „Miðað við það að sóttkví byrji að telja síðasta daginn sem hann var í vinnu þá eru svona níu til tíu dagar eftir,“ segir hún. Konan er einkennalaus og mætti því í raun vera heima hjá sér í sóttkví en þar sem hún á lítið barn ákvað hún að einangra sig frá fjölskyldunni á meðan mesta hættan á smiti líður hjá. „Ég er í rauninni í íbúð afa og ömmu sem þau búa ekki lengur í og er ég raun rétt hjá vinnustaðnum þannig það voru hæg heimatökin.“ Hún segist hafa það fínt. Hún sofi mikið og lesi bækur. „Ég bara sef mikið, borða og les og vafra á netinu og fer í göngutúra. Af því ég er ekki heima hjá mér þar sem ég væri eflaust dottinn í heimilisstörf þá er þetta svolítið bara slökun í rauninni. Ég er með lítið barn heima og að sofa í 12 tíma er ekki munaður sem ég get vanalega leyft mér en ég geri það hér.“ Hún segir að ættingjar hafi tekið þessu með æðruleysi. Þá er hún ánægð með upplýsingagjöf yfirvalda. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé farið eftir þessum reglum og í raun lít ég á þetta sem samfélagslega ábyrgð að bregðast við og fylgja þessum leiðbeiningum. Öðruvísi heftum við ekki útbreiðslu veirunnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. 1. mars 2020 12:44 Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar. 1. mars 2020 18:34 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. 1. mars 2020 12:44
Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna veirunnar. 1. mars 2020 18:34