21 dagur í Rúmeníuleikinn: Þegar Ríkharður Daðason og KR-liðið skutu niður rúmenskt stórlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:00 Ríkharður Daðason fór út í atvinnumennsku eftir Evrópuævintýrið með KR sumarið 1997. Getty/Tony Marshall Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira