21 dagur í Rúmeníuleikinn: Þegar Ríkharður Daðason og KR-liðið skutu niður rúmenskt stórlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:00 Ríkharður Daðason fór út í atvinnumennsku eftir Evrópuævintýrið með KR sumarið 1997. Getty/Tony Marshall Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira