„Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2020 10:30 Linda Haukdal er 45 ára en gefst ekki upp á þeim draumi að eignast barn. Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbul „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbul „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira