Komu tveimur skíðagöngumönnum til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 17:36 Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. vísir/vilhelm Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06. Björgunarsveitir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06.
Björgunarsveitir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira