Liverpool hjartað of stórt til að geta samið við Man Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 10:30 Emre Can fagnar marki með Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira