Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:29 Kringlan á fyrsta degi samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00