Sneri við blaðinu eftir að kærastinn fór frá henni: „Fannst ég feit, ljót og ömurleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Tinna Rós sneri við blaðinu eftir áskorun á Facebook. Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira