Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Greta Thunberg. Vísir/Getty Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47
Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50