Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 10:33 Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. Vísir/EPA Samdráttur í framleiðslu og minni eftirspurn eftir orku vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur dregið úr losun Kína á gróðurhúsalofttegundum um fjórðung. Innspýting kínverskra stjórnvalda til að bregðast við faraldrinum gæti þó aukið losunina og eytt ávinningnum. Alls hafa nú um 80.000 manns smitast af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í desember og á þriðja þúsund manns hafa látist. Langflest smitin hafa greinst í Kína og hefur faraldurinn valdið verulegri röskun á daglegu lífi, ferðalögum og viðskiptum. Faraldurinn hefur leitt til þess að framleiðsla hefur dregist saman og eftirspurn eftir orku sömuleiðis. Þannig hefur kolanotkun í orkuverum í Kína verið sú lægsta í fjögur ár undanfarnar vikur og stálframleiðsla hefur ekki verið minni í fimm ár. Innanlandsflugferðum hefur fækkað um 70% borið saman við janúar og svifryksmengun hefur dregist saman um meira en þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Í greiningu vefsíðunnar Carbon Brief sem birtist í síðustu viku er áætlað að framleiðsla í mikilvægustu atvinnugreinum Kína hafi dregist saman um 15-40% vegna aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirunni. Líklegt sé að þetta hafi leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um fjórðung undanfarnar tvær vikur á undan. Losunin væri alla jafna að aukast eftir nýárshátíðarhöld Kínverja. Sé miðað við losun Kína á sama tímabili í fyrra gæti losunin nú hafa dregist saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings, um 6% af heildarlosun heimsbyggðarinnar á því tímabili. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Viðbrögð stjórnvalda gætu aukið losun aftur og enn meira Áhrif faraldursins á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni eru líkleg til að vera tímabundin. Kínversk stjórnvöld hafa hvatt héraðsstjórnir til þess að blása lífi í hagkerfið aftur. Hugmyndir hafa verið um að stjórnvöld hraði vinnu við stórtækar framkvæmdir og auki opinber útgjöld og lánveitingar banka. Aukning í losun vegna slíkra efnahagslegra hvata gæti þannig vegið alfarið upp á móti samdrætti nú. Það sama var uppi á teningnum eftir fjármálakreppuna og niðursveiflu í kínverska hagkerfinu árið 2015. Kína Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Samdráttur í framleiðslu og minni eftirspurn eftir orku vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur dregið úr losun Kína á gróðurhúsalofttegundum um fjórðung. Innspýting kínverskra stjórnvalda til að bregðast við faraldrinum gæti þó aukið losunina og eytt ávinningnum. Alls hafa nú um 80.000 manns smitast af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í desember og á þriðja þúsund manns hafa látist. Langflest smitin hafa greinst í Kína og hefur faraldurinn valdið verulegri röskun á daglegu lífi, ferðalögum og viðskiptum. Faraldurinn hefur leitt til þess að framleiðsla hefur dregist saman og eftirspurn eftir orku sömuleiðis. Þannig hefur kolanotkun í orkuverum í Kína verið sú lægsta í fjögur ár undanfarnar vikur og stálframleiðsla hefur ekki verið minni í fimm ár. Innanlandsflugferðum hefur fækkað um 70% borið saman við janúar og svifryksmengun hefur dregist saman um meira en þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Í greiningu vefsíðunnar Carbon Brief sem birtist í síðustu viku er áætlað að framleiðsla í mikilvægustu atvinnugreinum Kína hafi dregist saman um 15-40% vegna aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirunni. Líklegt sé að þetta hafi leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um fjórðung undanfarnar tvær vikur á undan. Losunin væri alla jafna að aukast eftir nýárshátíðarhöld Kínverja. Sé miðað við losun Kína á sama tímabili í fyrra gæti losunin nú hafa dregist saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings, um 6% af heildarlosun heimsbyggðarinnar á því tímabili. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Viðbrögð stjórnvalda gætu aukið losun aftur og enn meira Áhrif faraldursins á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni eru líkleg til að vera tímabundin. Kínversk stjórnvöld hafa hvatt héraðsstjórnir til þess að blása lífi í hagkerfið aftur. Hugmyndir hafa verið um að stjórnvöld hraði vinnu við stórtækar framkvæmdir og auki opinber útgjöld og lánveitingar banka. Aukning í losun vegna slíkra efnahagslegra hvata gæti þannig vegið alfarið upp á móti samdrætti nú. Það sama var uppi á teningnum eftir fjármálakreppuna og niðursveiflu í kínverska hagkerfinu árið 2015.
Kína Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent