Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 13:15 Gerard Pique með Lionel Messi eftir að sá síðarnefndi skorar fernu í spænsku deildinni um helgina. Getty/Tim Clayton Diego Maradona hefur verið mikið í umræðunni fyrir leik Napoli og Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Lionel Messi spilar þá í fyrsta sinn á gamla heimavelli Maradona í Napoli. Messi og Maradona eru án ef tveir bestu knattspyrnumenn Argentínu frá upphafi og báðir í umræðunni um besta knattspyrnumann allra tíma. Diego Maradona er í guðatölu á þessum slóðum en hann gerði ótrúlega hluti með Napoli liðinu á níunda áratugnum. Maradona kom til ítalska félagsins árið 1984 og hjálpaði því að vinna ítölsku deildina tvisar (1987 og 1990) og að verða Evrópumeistari félagsliða að auki (1989). Maradona varð líka heimsmeistari með Argentínu á tíma hans hjá Napoli og varð þá án efa kominn í hóp bestu knattspyrnumanna allra tíma. Síðan að Lionel Messi kom upp hefur hann gert flest allt sem Maradona gerði mörgum sinnum og skoraði mun fleiri mörk. Messi hefur aftur á móti aldrei náð að verða heimsmeistari eins og Maradona. Klippa: Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona Gerard Pique, leikmaður Barcelona, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn í kvöld og var að sjálfsögðu beðin um að velja á milli Lionel Messi og Diego Maradona. „Við munum aldrei gleyma Diego Maradona en ef þú ert að biðja mig um að velja á milli Diego og Leo (Messi). Þá er það milljón dala spurningin,“ sagði Gerard Pique. „Ég hef verið nálægt Messi í svo langan tíma. Hann hefur alltaf verið liðsfélagi minn og ég vel hann vegna þessa að hann hefur sýnt stöðugleikann og töfrana á hverjum degi í svo langan tíma,“ sagði Gerard Pique á blaðamannafundinum. Leikur Napoli og Barcelona hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og síðan verður farið yfir báða leiki kvöldsins eftir leikina. Leikur Chelsea og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Sjá meira
Diego Maradona hefur verið mikið í umræðunni fyrir leik Napoli og Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Lionel Messi spilar þá í fyrsta sinn á gamla heimavelli Maradona í Napoli. Messi og Maradona eru án ef tveir bestu knattspyrnumenn Argentínu frá upphafi og báðir í umræðunni um besta knattspyrnumann allra tíma. Diego Maradona er í guðatölu á þessum slóðum en hann gerði ótrúlega hluti með Napoli liðinu á níunda áratugnum. Maradona kom til ítalska félagsins árið 1984 og hjálpaði því að vinna ítölsku deildina tvisar (1987 og 1990) og að verða Evrópumeistari félagsliða að auki (1989). Maradona varð líka heimsmeistari með Argentínu á tíma hans hjá Napoli og varð þá án efa kominn í hóp bestu knattspyrnumanna allra tíma. Síðan að Lionel Messi kom upp hefur hann gert flest allt sem Maradona gerði mörgum sinnum og skoraði mun fleiri mörk. Messi hefur aftur á móti aldrei náð að verða heimsmeistari eins og Maradona. Klippa: Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona Gerard Pique, leikmaður Barcelona, mætti á blaðamannafund fyrir leikinn í kvöld og var að sjálfsögðu beðin um að velja á milli Lionel Messi og Diego Maradona. „Við munum aldrei gleyma Diego Maradona en ef þú ert að biðja mig um að velja á milli Diego og Leo (Messi). Þá er það milljón dala spurningin,“ sagði Gerard Pique. „Ég hef verið nálægt Messi í svo langan tíma. Hann hefur alltaf verið liðsfélagi minn og ég vel hann vegna þessa að hann hefur sýnt stöðugleikann og töfrana á hverjum degi í svo langan tíma,“ sagði Gerard Pique á blaðamannafundinum. Leikur Napoli og Barcelona hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og síðan verður farið yfir báða leiki kvöldsins eftir leikina. Leikur Chelsea og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Sjá meira