Birta myndband af umdeildri handtöku sex ára stúlku í Flórída Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 08:52 Lögreglumaður sést hér leiða Kaiu handjárnaða út í lögreglubíl. Skjáskot Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19