Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2020 19:15 Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“ Flóttamenn Sýrland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“
Flóttamenn Sýrland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira