Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:30 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Hér má sjá Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni sótthreinsa hendur sínar. vísir/vilhelm Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30