Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. febrúar 2020 08:03 Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira