Landspítalinn hafi hagað sér eins og fórnarlamb Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. febrúar 2020 14:00 Tveir sænskir sérfræðingar sem fengnir voru til að aðstoða við úttekt á stöðu bráðamóttökunnar í Fossvogi höfðu ýmislegt við stjórnendur Landspítala að athuga. Vísir/vilhelm Stjórnendur Landspítalans brugðust ekki við vanda bráðamóttökunnar, þrátt fyrir að hann hafi verið þeim augljós um langt skeið að mati tveggja sænskra sérfræðinga. Í stað þess að grípa til aðgerða hafi þeir málað spítalann upp sem fórnarlamb, sem hafi beinlínis verið hættulegt að mati sérfræðinganna.Í upphafi árs var skipaður átakshópur sem gert var að greina og koma með tillögur að því hvernig ráða mætti úr ófremdarástandinu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hópurinn leitaði álits tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem áður hafa komið að sambærilegum úttektum erlendis og skiluðu þeir niðurstöðum sínum þann 20. febrúar síðastliðinn. Þar greina þeir frá aðkallandi fráflæðis- og mönnunarvanda á bráðamóttökunni, sem þeir segja að hafi öllum verið augljós um langt skeið.Sjá einnig: Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Þannig segja sænsku sérfræðingarnir að forstjóri Landspítalans hafi lengi verið meðvitaður um þennan alvarlega vanda bráðamóttökunnar án þess þó að hafa gripið til neinna augljósra aðgerða til að leysa úr vandanum. Þau úrræði sem stuðst hafi verið við í þessum málum hafi verið til þess eins að ráðast á birtingarmyndir og eftirköst vandans, en aldrei hafi verið ráðist að rótum hans. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Hættulegt að leika fórnarlamb Sænsku sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi stjórnendur spítalans spilað sig sem fórnarlamb aðstæðna, sagt að vandi bráðamóttöku væri samfélagslegur en ekki einhver sem ráða mætti úr innan spítalans. Sérfræðingarnir gefa lítið fyrir þessi rök, segja það í raun hættulegt af stjórnendum Landspítalans að láta það hljóma eins og spítalinn geti ekki verið hluti af lausn vandans. Yfirlýsingar stjórnendanna um að vandinn verði aðeins leystur annars staðar í heilbrigðiskerfinu, eins og með uppbyggingu hjúkrunarrýma og með meira fjármagni, gefi þá mynd að Landspítalinn sé ekki mikilvægur. Að þó svo að spítalinn geri eitthvað þá verði vandinn áfram til staðar. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Landspítalinn verði meiri leiðtogi Sænsku sérfræðingarnir kalla auk þess eftir því að stjórnendur Landspítalans sýni aukið frumkvæði við úrbætur á íslensku heilbrigðiskerfi. Spítalinn búi yfir öflugum mannauði og aðföngum sem geri honum kleift að gegna leiðtogahlutverki við nýsköpun og breytingar á þessu sviði. Landspítalinn geti vissulega ekki bjargað málunum einn og sér - en hann geti hins vegar leitt þá vinnu í samvinnu við aðrar stofnanir. Í upphafi vikunnar voru svo kynntar ellefu tillögur til að vinna á vanda bráðamóttökunnar, sem m.a. byggðu á áliti sænsku sérfræðinganna. Það má nálgast í heild sinni hér.Fréttastofa hefur ekki náð á Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag til að bregðast við mati sérfræðinganna. Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10 Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans brugðust ekki við vanda bráðamóttökunnar, þrátt fyrir að hann hafi verið þeim augljós um langt skeið að mati tveggja sænskra sérfræðinga. Í stað þess að grípa til aðgerða hafi þeir málað spítalann upp sem fórnarlamb, sem hafi beinlínis verið hættulegt að mati sérfræðinganna.Í upphafi árs var skipaður átakshópur sem gert var að greina og koma með tillögur að því hvernig ráða mætti úr ófremdarástandinu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hópurinn leitaði álits tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem áður hafa komið að sambærilegum úttektum erlendis og skiluðu þeir niðurstöðum sínum þann 20. febrúar síðastliðinn. Þar greina þeir frá aðkallandi fráflæðis- og mönnunarvanda á bráðamóttökunni, sem þeir segja að hafi öllum verið augljós um langt skeið.Sjá einnig: Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Þannig segja sænsku sérfræðingarnir að forstjóri Landspítalans hafi lengi verið meðvitaður um þennan alvarlega vanda bráðamóttökunnar án þess þó að hafa gripið til neinna augljósra aðgerða til að leysa úr vandanum. Þau úrræði sem stuðst hafi verið við í þessum málum hafi verið til þess eins að ráðast á birtingarmyndir og eftirköst vandans, en aldrei hafi verið ráðist að rótum hans. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Hættulegt að leika fórnarlamb Sænsku sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi stjórnendur spítalans spilað sig sem fórnarlamb aðstæðna, sagt að vandi bráðamóttöku væri samfélagslegur en ekki einhver sem ráða mætti úr innan spítalans. Sérfræðingarnir gefa lítið fyrir þessi rök, segja það í raun hættulegt af stjórnendum Landspítalans að láta það hljóma eins og spítalinn geti ekki verið hluti af lausn vandans. Yfirlýsingar stjórnendanna um að vandinn verði aðeins leystur annars staðar í heilbrigðiskerfinu, eins og með uppbyggingu hjúkrunarrýma og með meira fjármagni, gefi þá mynd að Landspítalinn sé ekki mikilvægur. Að þó svo að spítalinn geri eitthvað þá verði vandinn áfram til staðar. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Landspítalinn verði meiri leiðtogi Sænsku sérfræðingarnir kalla auk þess eftir því að stjórnendur Landspítalans sýni aukið frumkvæði við úrbætur á íslensku heilbrigðiskerfi. Spítalinn búi yfir öflugum mannauði og aðföngum sem geri honum kleift að gegna leiðtogahlutverki við nýsköpun og breytingar á þessu sviði. Landspítalinn geti vissulega ekki bjargað málunum einn og sér - en hann geti hins vegar leitt þá vinnu í samvinnu við aðrar stofnanir. Í upphafi vikunnar voru svo kynntar ellefu tillögur til að vinna á vanda bráðamóttökunnar, sem m.a. byggðu á áliti sænsku sérfræðinganna. Það má nálgast í heild sinni hér.Fréttastofa hefur ekki náð á Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag til að bregðast við mati sérfræðinganna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10 Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10
Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent