85 manns í sóttkví vegna kórónuveirunnar: „Hann er hitalaus og ekki hóstandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. febrúar 2020 18:45 85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira